Námskeið í fundarsköpum

LH stendur fyrir námskeiði í fundarsköpum með Valdimari Leó Friðriksyni sunnudaginn 25.febrúar kl. 15:00 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.

Markmiðið er að veita stjórnarmönnum og nefndum hestamannafélaga tækifæri til að fræðast um hvernig hægt er að gera fundi markvissari og jafnvel styttri með góðri fundarstjórn.

Alltaf gott að læra eða rifja upp þessi mikilvægu atriði. Við hvetjum stjórnir og nefndarmenn hestamannafélaga til þess að nýta sér þetta gagnlega námskeið.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!