Námskeið hjá Létti

Almennt reiðnámskeið fyrir byrjendur 6-16 ára hefst mánudaginn 21. janúar kl. 17:15 á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði í reiðmennsku.

Almennt reiðnámskeið fyrir byrjendur 6-16 ára hefst mánudaginn 21. janúar kl. 17:15 á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði í reiðmennsku. T.d. ásetu, taumhald, gangtegundir og fl. Námskeiðið er kennt einu sinni í viku í 5 skipti. Námskeiðið kostar 5000kr.

Einnig ætlum við að bjóða uppá reiðnámskeið fyrir meira vana krakka og hefst það mánudaginn 21. janúar kl. 19:00. Á þessu námskeiði ætlum við að leika okkur með hestinum. Farið verðu í hindrunarskökk, þrautir og aðra leiki á hestum. Þetta námskeið er einungis fyrir hestfæra krakka. Námskeiðið er kennt einu sinni í viku í 5 skipti. Námskeiðið kostar 5.000 kr.

Við ætlum að bjóða uppá námskeið fyrir fullorðna byrjendur og hefst það mánudaginn 21. Janúar kl. 19:45. Á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði í reiðmennsku, t.d. ásetu, taumhald, gangtegundir og fl. Námskeiðið er kennt einu sinni í viku í 5 skipti. Námskeiðið kostar 8.000kr. fyrir Léttisfélaga en 11.000 kr. fyrir utanfélagsmenn.

Kennari er Camilla Höj.

Kennt er í 45 mínútur í senn og er skráning á lettir@lettir.is til 19. janúar og skila þarf nafni, kennitölu og á hvaða námskeið er verið að skrá á.

Við áskiljum okkur rétti til að fella niður námskeið ef ekki er næg þátttaka.

Æskulýðsnefnd Léttis