Myndefni af kynbótahrossum á FM2017 komin á WorldFeng

Nú er hægt að sjá kynbótahrossin sem sýnd voru á Fjórðungsmóti Vesturlands inn á WorldFeng.

Þau má finna undir Myndbönd í valmynd en einnig undir viðkomandi hrossi eða sýningu. 

Einnig er verið að vinna myndbönd af kynbótahrossum á Landsmóti 2012 sem verður bætt við síðar í þessum mánuði. 

Auk þess er að finna myndefni af Landsmótum 1954-1986 og landsmótum 2012-2016. 

Landsmótið 2018 verður sett inn um leið og færi gefst og verður það auglýst síðar

Ársáksrift er 4.900kr