Mótmæli vegna lokunnar Vonarskarðs

16.09.2010
Aðilar í ferðaþjónustunnni og fulltrúar útivistahópa hafa hug á að sameinast í mótmælum vegna lokunnar Vonarskarðs fyrir öðrum en fáeinum gangandi ferðalöngum. Aðilar í ferðaþjónustunnni og fulltrúar útivistahópa hafa hug á að sameinast í mótmælum vegna lokunnar Vonarskarðs fyrir öðrum en fáeinum gangandi ferðalöngum. Fyrirhugað er að mótmælin eigi sér stað í sjálfu Vonarskarði 2. okt. næstkomandi með táknrænum hætti. LH er aðili að þessum mótmælum og styður þau heilshugar. Það er ekki hægt að láta bjóða sér að þekktri reiðleið frá árdögum Íslandsbyggðar ( Bárðargötu í Vonarskarði ) skuli lokað með geðþóttaákvörðun fárra aðila. Þarna er auðnin ein, grjót og sandar og gróður því ekki í hættu. Það skýrist þegar nær dregur hvernig þessu verður háttað, en táknrænt gæti verið að hestamenn færu inn eftir með hesta á kerrum og riðu síðasta spölinn inn í Vonarskarð.

Halldór H Halldórsson
Ferða- og samgöngunefnd LH.