Mótin sem verða til viðmiðunar fyrir HM

09. maí 2019
Fréttir

Mótahald vorsins er að komast á fullt skrið og þá fer að skýrast hvaða knapar geta tryggt sér sæti í landsliðinu á HM í sumar. Þau mót sem verða til viðmiðunar þegar kemur að vali í endanlegt landslið eru:

WR íþróttamót Sleipnis á Brávöllum 24. - 26. maí
Reykjavíkurmeistaramót Fáks í Víðidal 17. - 23. júní 
Íslandsmót í hestaíþróttum yngri og eldri flokka í Víðidal 3. - 7. júlí

Landsliðsþjálfarar munu líta til árangurs á þessum þremur mótum þegar kemur að vali í landslið Íslands á HM en einnig verður horft til árangurs íslenskra knapa á mótum erlendis. Endanlegt val á landliði mun liggja fyrir 10. júlí og verður kynnt í Líflandi. Liðið mun samanstanda af sjö knöpum í flokki fullorðinna og fimm í flokki ungmenna auk titilhafa. Nú þegar hafa fjórir knapar rétt til þátttöku til að verja titla sína frá því á HM 2017, það eru Jakob Svavar Sigurðsson, Gústaf Ásgeir Hinriksson, Konráð Valur Sveinsson og Máni Hilmarsson. Það verður spennandi að fylgjast með hvaða hestum þeir munu tefla fram til að verja titla sína.