Mosfellsreiðin

Mosfellsreiðin fer fram þann 23.mai kl 14:00. Lagt af stað frá naflanum í hestamannafélaginu Herði Mosfellsbæ. Riðið verður kringum Mosfellið með viðkomu á Hrafnhólum hjá þeim Loga og Randy, allar konur velkomnar í þessa árlegu ferð kvennadeildar Harðar.

Þær sem vilja slást í hópinn geta skráð sig á atburðinum "Mosfellsreiðin" á facebook eða haft samband í síma 897 6764.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Helena, Helga Margrét og Sveinfríður, Harðar-konur.

https://www.facebook.com/events/850560124981894/