Möller frá Blesastöðum 1A seldur

Stóðhesturinn Möller frá Blesastöðum 1A hefur skipt um eigendur. Kaupandinn er TY-Horsebreeding farm í Danmörku. Seljandi er Kráksfélagið ehf.. Ræktandi er Magnús Trausti Svavarsson á Blesastöðum. Möller verður áfram á Íslandi, í það minnsta næstu tvö til þrjú árin, í umsjón Magnúsar á Blesastöðum. Hann verður að öllum líkindum í útleigu á Vesturlandi árið 2010, en annars heima á Blesastöðum. Stóðhesturinn Möller frá Blesastöðum 1A hefur skipt um eigendur. Kaupandinn er TY-Horsebreeding farm í Danmörku. Seljandi er Kráksfélagið ehf.. Ræktandi er Magnús Trausti Svavarsson á Blesastöðum. Möller verður áfram á Íslandi, í það minnsta næstu tvö til þrjú árin, í umsjón Magnúsar á Blesastöðum. Hann verður að öllum líkindum í útleigu á Vesturlandi árið 2010, en annars heima á Blesastöðum.

Möller er hátt dæmdur stóðhestur, fékk 8,57 í aðaleinkunn á LM2008, þar af 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir brokk, stökk, vilja og fegurð. Hæfileikaeinkunn upp á 8,95. Meðaleinkunn fyrir sköpulag er 8,0. Möller undan Fali frá Blesastöðum 1A og Perlu frá Haga. Falur er undan Óði frá Brún og Þöll frá Vorsabæ II. Perla er undan Stíg frá Kjartansstöðum og Fjólu frá Haga.

Þess má geta að TY-Horsebreeding farm á fleiri hross á Blesastöðum, þar á meðal helming í stóðhestinum Óskari frá Blesastöðum 1A , sem vakti mikla athygli í ræktunarhópi frá Blesastöðum 1A á LM2008.