Missi hestur skeifu skal hægja niður á fet

11. mars 2009
Fréttir
Sigurður Sigurðarson á Freyði frá Hafsteinsstöðum.
Af gefnu tilefni skal vekja athygli á því að á Landsþingi LH 2008 á Kirkjubæjarklaustri var samþykkt breyting á reglum um skeifur (grein 8.1.4.3.) Samkvæmt henni skal keppandi hægja niður á fet og ljúka keppni þannig. Á Ís-Landsmóti á Svínavatni, sem haldið var um síðustu helgi, reið Sigurður Sigurðarson á tölti eftir að hestur hans hafði misst undan sér skeifu. Hann var þó ekki dæmdur úr leik. Af gefnu tilefni skal vekja athygli á því að á Landsþingi LH 2008 á Kirkjubæjarklaustri var samþykkt breyting á reglum um skeifur (grein 8.1.4.3.) Samkvæmt henni skal keppandi hægja niður á fet og ljúka keppni þannig. Á Ís-Landsmóti á Svínavatni, sem haldið var um síðustu helgi, reið Sigurður Sigurðarson á tölti eftir að hestur hans hafði misst undan sér skeifu. Hann var þó ekki dæmdur úr leik.

Miklar umræður urðu á meðal hestamanna um þessi mál á síðastliðnu ári eftir að tveir knapar á LM2008 héldu áfram keppni, á skeiði og stökki, þrátt fyrir að hestar þeirra hefðu misst undan sér framfótarskeifu. Allt þar til á LH þinginu síðastliðið haust var það í valdi knapa hvort hann hætti keppni eða ekki, missti hestur hans skeifu.

Hestamannafélagið Logi lagði fram tillögu á LH þinginu þess efnis að keppandi dæmdist sjálfkrafa úr leik ef hestur missti skeifu. Var tillagan studd rökum um heilbrigði hestsins og sanngjarna framkomu við dýr. Sú tillaga var ekki samþykkt óbreytt, en breytingatillaga við hana var samþykkt. Hún var birt hér á www.lhhestar.is og hljóðar svo:

Breytingartillaga við grein 8.1.4.3.
Hestur skal vera járnaður og einungis heimilt að nota skeifur sem sérstaklega eru gerðar til þess að þjóna sem skeifur fyrir hesta.  Allir fjórir fætur skulu þá vera járnaðir.  Allar fjórar skeifur þurfa að vera úr sama efni.  Eðlisþyngd efnisins má ekki vera meiri en venjulegs skeifnajárns.  Skeifan má að hámarki vera 10.0 mm að þykkt og 23,0 mm á breidd og skulu vera jafnar að lögun.  Eðlilegt slit er leyft.  Missi hestur skeifu/r skal hægja hest niður á fet og feta það sem eftir er keppni.
Ákvörðun dómara um lögmæti skeifu á tilteknu móti er endanleg fyrir það tiltekna mót.

Tekið skal fram að mótið á Svínavatni var ekki löglegt LH mót, frekar en ýmis önnur mót sem haldin eru, bæði af einstaklingum og hestamannafélögum. Oftast nær er þó farið í meginatriðum eftir leiðara gæðinga- og íþróttakeppninnar og dómarar eru oftast með réttindi. Lög og reglur LH hafa heldur ekki verið uppfærðar á heimasíðu LH: www.lhhestar.is.