Minnum á sýnikennslu FT í kvöld!

21. október 2009
Fréttir
Minnum á að í kvöld, miðvikudaginn 21. október, stendur Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Gust, fyrir sýnikennslu í reiðhöll Gusts í Kópavogi kl. 20. Minnum á að í kvöld, miðvikudaginn 21. október, stendur Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Gust, fyrir sýnikennslu í reiðhöll Gusts í Kópavogi kl. 20. Þar mun Anton Páll Níelsson reiðkennari og tamningamaður fara yfir ýmis grundvallaratriði í þjálfun og hugmyndir að framhaldsþjálfun mismunandi hestgerða. Anton er hestamönnum að góðu kunnur bæði sem reiðkennari og knapi og hefur mikla og víðtæka reynslu á öllum sviðum hestamennskunnar.
Miðaverði er stillt í hóf, aðeins kr. 1.500, en skuldlausir félagar í FT og Gusti fá miðann á 1.000 kr. Þetta er tilvalið tækifæri til að koma saman í notalegri höll Gustara, hitta aðra hestamenn, fræðast og undirbúa komandi vetrarþjálfun. Kaffi og kleinur á útsöluprís - allir velkomnir!
 
Félag tamningamanna