Minnisvarði til heiðurs Höskuldar Eyjólfssonar

30. september 2010
Fréttir
Til stendur að reisa Höskuldi Eyjólfssyni heitnum á Hofsstöðum verðugan minnisvarða sem kemur til með að standa við hrossagerðið við kirkjuna í Reykholti. Til stendur að reisa Höskuldi Eyjólfssyni heitnum á Hofsstöðum verðugan minnisvarða sem kemur til með að standa við hrossagerðið við kirkjuna í Reykholti. Guðlaugur Óskarsson, gamall vinur Höskuldar, hefur útbúið mynddisk með þeim Gísla Höskuldssyni á Hauki frá Hrafnsstöðum og Ingimari Sveinssyni á Pílatusi frá Eyjólfsstöðum til styrktar söfnunarinnar. Myndefnið er tekið upp nú í sumar af þeim félögum í reið.

Mynddiskurinn sem kostar 5000kr. er hægt að nálgast með því að hafa samband við Guðlaug á netfangið gudlaugur@vesturland.is  eða í síma 861-597.

Áætlað er að afhjúpa minnisvarðan og vígja hrossagerðið þann 17.júní 2011.