Miðasölu á uppskeruhátíð hestamanna lýkur á morgun

03. nóvember 2015
Fréttir

 

Nú fer hver að verða síðastur að krækja sér í miða á uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum á laugardaginn! Miðasölu lýkur kl. 18:00 miðvikudaginn 4. nóvember.

  • Þriggja rétta máltíð
  • Knapar heiðraðir
  • Heiðursverðlaun LH
  • Ræktunarbú ársins
  • Annáll um ræktunarstarf ársins
  • Landslið Íslands
  • Annáll í boði Gísla Einarssonar úr Landanum
  • Kynning á landsmóti hestamanna 2016
  • Hrímnir kvartett skemmtir gestum
  • Hreimur og hljómsveit hússins

Matseðill:

Humarsúpa með ristuðum humarhölum og nýbökuðu brauði

Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu

Vanilluís Gelato með súkkulaði og Oreokurli

 

Miðar afhentir 5. - 6. nóvember milli kl. 9:00-15:00 eða við innganginn 7. nóvember.

Miðasala: Banki 301-26-14129, kt. 660304-2580. Verð 9600 kr.

Til að einfalda Gullhömrum vinnuna þarf að vera alveg á hreinu hver á að sitja við hvaða borð ef sérstakar óskir eru um borð. Gott er ef einn er skráður fyrir borðinu og nafn þess aðila tekið fram í skýringum þegar millifært er. Borðapöntun er staðfest með greiðslukvittun.