Miðasalan hefst á morgun

Knapar ársins 2011.
Knapar ársins 2011.
Mánudaginn 22. október kl. 10:99 hefst miðasalan á Broadway á Uppskeruhátíð hestamanna.

Mánudaginn 22. október kl. 10:00 hefst miðasalan á Broadway á Uppskeruhátíð hestamanna. Einungis verður hægt að kaupa miðana í miðasölu Broadway með því að fara og kaupa miða eða hringja og panta miða gegn greiðslu með kreditkorti.

Miðasala Broadway: 533-1100.

Uppskeruhátíðin er þann 10. nóvember n.k. og verður með mjög hefðbundnu sniði þar sem hestamenn hittast, gleðjast saman og gera upp gott ár í hestamennskunni.