Miðasalan gengur vel - fjörið heldur áfram

07. janúar 2015

Miðasalan hefur tekið vel við sér og erum við á nálgast 300 manns sem ætla að mæta og eiga góðar stundir saman í Gullhömrum á laugardaginn.

Forsvarsmenn Gullhamrar eru svo ánægðir með góðar viðtökur síðustu daga svo þeir hafa ákveðið að hafa miðasöluna opna til klukkan 13 á morgun!

Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda eru að sjálfsögðu ekki síður ánægðir og þakka þessar frábæru undirtektir.

En athugið að nú er allra síðasti séns að næla sér í miða ;)

Hægt er að fá miða á hátíðina með greiðslu inná reikning Gullhamra

0301-26-14129
Kt.: 6603042580

Munið svo að senda kvittun á gullhamrar@gullhamrar.is og endilega takið fram ef einhverjar sérstakar óskir eru um borðfélaga.

Miðar verða svo afhentir á morgun í Gullhömrum. Ef þið komist ekki á morgun að sækja þá, verður einnig hægt að nálgast þá við komu á laugardaginn.

Selt verður inn á dansleikinn frá klukkan 23 á laugardagskvöld, verð 2500 kr. En þar mun Hreimur og hljómsveit hússins halda uppi fjörinu.

Sjáumst hress á laugardaginn!