Miðasala hafin á Ístölt - Þeir allra sterkustu

31. mars 2009
Fréttir
Fróði frá Staðartungu, knapi Jón Pétur Ólafsson.
Miðar á Ístölt – Þeir allra sterkustu - eru komnir í sölu í Líflandi. Miðinn kostar 3000 krónur. Ef einhverntíma hefur verið ástæða til að fá sér einn - þá er það núna! Allar helstu kanónur á meðal íslenskra knapa verða á meðal keppenda, þar á meðal gullverðlaunahafarnir fjórir frá HM2007. Miðar á Ístölt – Þeir allra sterkustu - eru komnir í sölu í Líflandi. Miðinn kostar 3000 krónur. Ef einhverntíma hefur verið ástæða til að fá sér einn - þá er það núna! Allar helstu kanónur á meðal íslenskra knapa verða á meðal keppenda, þar á meðal gullverðlaunahafarnir fjórir frá HM2007.

HM knapar í boði mótsins
Jóhann Skúlason, Beggi Eggertsson, Þórarinn Eymundsson og Sigursteinn Sumarliðason munu keppa á Ístölti – Þeir allra sterkustu í boði mótsins. Ekki er ennþá fullklárt á hvaða hestum þeir keppa.

Heyrst hefur að Jóhann sé með nokkra í sigtinu sem hann muni prófa, þar á meðal Dug frá Þúfu. Einnig þykir líklegt að hann muni koma við á Blesastöðum, en þar eru stórkarlar á járnum, til dæmis Krákur og Möller frá Blesastöðum. Báðir með 9,5 fyrir tölt.

Fleiri snillingar
Fleiri knapar munu keppa í boði mótsins. Það era að segja, þurfa ekki að fara í úrtöku. Þar á meðal eru Viðar Ingólfsson, sigurvegari í tölti á LM2008, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Íslandsmeistari í tölti 2008, Sigurður Sigurðarson, sigurvegar á Þeir allra sterkustu 2008, Lena Zielinski, sigurvegari á Svellkaldar konur 2009, Hans Kjerúlf, sigurvegari í B flokki og tölti á Svínavatni 2009, Hulda Gústafsdóttir og Árni Björn Pálsson, íþróttamenn LH 2008, Ísleifur Jónasson, sigurvegari í B flokki á LM 2008, Eyjólfur Þorsteinsson, efsti maður í Meistaradeild VÍS með meiru, og síðast en ekki síst: Sigurbjörn Bárðarson, snjallasti og þrautseigasti keppnismaður á hesti í hálfa öld.

Framúrskarandi stóðhestar
Átta framúrskarandi stóðhestar verða sýndir á Ístöltinu. Til að gefa tóninn má nefna þá Klæng frá Skálakoti og Fróða frá Staðartungu. Vitað er að hart er lagt að Erlingi Erlingssyni að koma með Álf frá Selfossi, en endanleg niðurstaða er ekki komin í það mál. Eitt er víst að aðeins þeir allra sterkustu fá inngöngu í hópinn.