Miðar á Uppskeruhátíð hestamanna rjúka út!

23. september 2009
Fréttir
Þórarinn Eymundsson og kona hans Sigríður Gunnarsdóttir.
Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður 7.nóvember næstkomandi gengur glimrandi vel. Hestamenn kunna greinilega vel að meta stórlækkað miðaverð en miðinn fyrir matinn og ballið kostar aðeins 6.900 kr. Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður 7.nóvember næstkomandi gengur glimrandi vel. Hestamenn kunna greinilega vel að meta stórlækkað miðaverð en miðinn fyrir matinn og ballið kostar aðeins 6.900 kr. Nú þegar, á þriðja degi miðasölunnar, hafa selst um 400 miðar í matinn sem er um helmingur þeirra miða sem í boði eru.
Hátíðin verður með hefðbundnu sniði, þ.e. þriggja rétta glæsilegur málsverður, veitt verða knapaverðlaun sem og verðlaun fyrir ræktunarbú ársins, skemmtidagskrá og dansleikur fram eftir nóttu.
Það er ljóst að hestamenn ætla að fjölmenna á Uppskeruhátíðina sem haldin er af Landssambandi hestamannafélaga og Félagi hrossabænda og gera sér glaðan dag.