Mestu stóðhestakaup Íslands- sögunnar

18. nóvember 2008
Fréttir
Stóðhestarnir Ágústínus frá Melaleiti og Dugur frá Þúfu, eru komnir undir hnakk hjá Daníeli Jónssyni í Pulu. Danskur aðili, Mikael Lennartz, keypti stóðhestana nýlega. Eru þetta án efa ein mestu stóðhestakaup Íslandssögunnar.Stóðhestarnir Ágústínus frá Melaleiti og Dugur frá Þúfu, eru komnir undir hnakk hjá Daníeli Jónssyni í Pulu. Danskur aðili, Mikael Lennartz, keypti stóðhestana nýlega. Eru þetta án efa ein mestu stóðhestakaup Íslandssögunnar.Stóðhestarnir Ágústínus frá Melaleiti og Dugur frá Þúfu, eru komnir undir hnakk hjá Daníeli Jónssyni í Pulu. Danskur aðili, Mikael Lennartz, keypti stóðhestana nýlega. Eru þetta án efa ein mestu stóðhestakaup Íslandssögunnar.

Báðir hestarnir slógu í gegn síðastliðið vor og sumar. Dugur var seldur á árinu fyrir verð sem svaraði góðri íbúð í blokk á Selfossi. Sem hefur þá legið á bilinu 20 til 30 milljónir. Ágústínus er ekki verðminni hestur frá kynbótafræðilegu sjónarmiði. Það má því áætla að hér sé um að ræða pakka upp á alla vega 50 milljónir.

Ágústínus er undan Gnótt frá Steinmóðabæ, sem fékk fyrstu verðlaun á Melgerðismelum 1987. Hún er frjósöm, á fimmtán skráð afkvæmi, þar á meðal stóðhestana Eril frá Kópavogi, 8,03, og Gasalegan-Helling frá Hofsósi, 8,14. Einnig dótturina Drótt frá Kópavogi, sem er móðir Krafts frá Efri-Þverá, sem var hæstur í 4 vetra flokki stóðhesta á LM2006 á Vindheimamelum.

Ágústínus sækir til föður síns gangrými og skörungsskap. Hann er flugrúmur á brokki og skeiði, góður á tölti. Daníel segir hestinn góðan og að sér kæmi ekki á óvart að hann færi í hæfileikaeinkunn næsta vor sem ekki hefur sést áður, ef allt gengur að óskum. Ágústínus er með 8,61 í aðaleinkunn, þar af 8,93 fyrir hæfileika. Hann er með 9,0 fyrir skeið og stökk, og 9,5 fyrir brokk og vilja.

Dugur er hæst dæmdi fimm vetra klárhestur í röðum stóðhesta. Með 8,42 í aðaleinkunn, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og hófa. Hann er með 9,5 fyrir fegurð í reið. Hann er undan tveimur Orrabörnum, Sveini-Hervari frá Þúfu og Dröfn frá Þúfu, sem er út af Stjarna frá Bjóluhjáleigu í móðurætt.

Það sem er sérstakt við þessi kaup er að báðir hestarnir eru móbrúnir (ef ekki glóbrúnir). Ágústínus er með ljósbrún augu. Dugur ber leirljósan erfðavísi (hugsanlega Ágústínus líka) og getur gefið leirljós afkvæmi og sennilega marga af þeim litum sem leirljósi liturinn getur framkallað í blöndun.

Á efri myndinni er Dugur, knapi Sigurður Sigurðarson, og á þeirri neðri Ágústínus, knapi Agnar Þór Magnússon.