Mennt er máttur, ekki síst þegar á móti blæs

20. nóvember 2008
Fréttir
„Við eru bjartsýn. Það eru allir sammála um að það sé aldrei meiri ástæða en einmitt nú að bæta í frekar en hitt,“ segir Víkingur Gunnarsson, forstöðumaður hrossabrautar á Hólaskóla. Stefnt er að því að skólinn verði að sjálfseignarstofnun á næsta ári.„Við eru bjartsýn. Það eru allir sammála um að það sé aldrei meiri ástæða en einmitt nú að bæta í frekar en hitt,“ segir Víkingur Gunnarsson, forstöðumaður hrossabrautar á Hólaskóla. Stefnt er að því að skólinn verði að sjálfseignarstofnun á næsta ári.„Við eru bjartsýn. Það eru allir sammála um að það sé aldrei meiri ástæða en einmitt nú að bæta í frekar en hitt,“ segir Víkingur Gunnarsson, forstöðumaður hrossabrautar á Hólaskóla. Stefnt er að því að skólinn verði að sjálfseignarstofnun á næsta ári.

Samkvæmt tilskipun frá menntamálaráðuneyti er nú unnið að því að Hólaskóli verði að sjálfseignarstofnun. Stefnt er að því að málið verði komið í höfn 1. júní 2009. Nú eru um sextíu og fimm nemendur við nám á hestabrautum Hólaskóla: Þrjátíu á fyrsta ári, tuttugu og einn á öðru ári og um það bil fimmtán nemendur í BS námi í hestafræðum, sem er sameiginlegt með Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. En eru Hólamenn ekki uggandi um að erfitt verði að ná endum saman; að erfitt verði að byrja róðurinn í miðri kreppunni?

„Sjálfseignarformið er þekkt víða um heim og hefur gefist vel,“ segir Víkingur. „Það er einnig komin allgóð reynsla á það hér á landi. Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Listaháskólinn í Reykjavík eru sjálfseignastofnanir. Háskólinn í Reykjavík er hlutafélag. Þessir skólar eru að plumma sig ágætlega eftir því sem ég best veit. Þannig að við erum bjartsýn hér á Hólaskóla. Það er kraftur í skólastarfinu og eftirspurnin eftir námi er mikil,“ segir Víkingur Gunnarsson.