Melgerðismelar 2013 - skráningu lýkur á miðvikudag

13. ágúst 2013
Fréttir
Nú eru keppendur farnir að skrá sig á stórmótið á Melgerðismelum 17. og 18. ágúst, en skráningu lýkur miðvikudaginn 14. ágúst. Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og fyrirkomulagið verður þannig að sérstök forkeppni fer fram með þrem keppendum inni á vellinum í einu.

Nú eru keppendur farnir að skrá sig á stórmótið á Melgerðismelum 17. og 18. ágúst, en skráningu lýkur miðvikudaginn 14. ágúst. Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og fyrirkomulagið verður þannig að sérstök forkeppni fer fram með þrem keppendum inni á vellinum í einu.

Þá verður keppt í tölti með tvo keppendur inni á velli í forkeppni.

Í kappreiðum verður keppt í 100 m flugskeiði, 150 m skeiði og 250 m skeiði, 300 m stökki og 300 m brokki.
Peningaverðlaun verða í boði í kappreiðunum, 1. verðlaun 15. þús., 2. verðl. 10 þús. og 3. verðlaun 5 þús. kr.

Skráningargjald er kr. 2.500- fyrir hverja grein, en skráning fer nú fram á vefnum á slóðinni http://skraning.sportfengur.com/ en þar þarf að velja félag Funa, fylla út skráninguna, setja í vörukörfu og velja greiðslu með millifærslu.

Ef vandræði eru með félagsaðild þá þarf að lagfæra hana í dag þriðjudag.

Allar upplýsingar verða á vef hestamannafélagsins funamenn.is.

Hestamannafélagið Funi