Meistari meistaranna - slaktaumatölt

13. apríl 2016

Í dag kynnum við svo knapa og hesta sem keppa í slaktaumatöltinu næstkomandi föstudag í Samskipahöllinni í Spretti.

Fimm af átta deildum landsins keppa í slaktaumatölti og því verða það fimm knapar sem etja saman hestum sínum í úrslitum í hver verður Meistari Meistaranna 2016 í slaktaumatölti.

Til leiks mæta:

Kea Mótaröðin : Baldvin Ari Guðlaugsson og Lipurtá frá Hóli II
Húnvetnska mótaröðin : Fanney Dögg Indriðadóttir og Brúney frá Grafarkoti
Gluggar og Glerdeildin : Jóhann Ólafsson og Gnýr frá Árgerði
Meistaradeildin: Hinrik Bragason og Pistill frá Litlu-Brekku
KS deildin : Gústaf Ásgeir Hinriksson og Skorri frá Skriðulandi

Hvetjum alla til að taka kvöldið frá og koma í Samskipahöllina til að sjá alla helstu sigurvegara í mótaröðum landsins keppa um titilinn Meistari Meistaranna.

Húsið opnar kl. 17:30 og í boði verða léttar veitingar á mjög góðu verði að hætti Sprettara. Aðgangseyrir er kr. 1000 pr. mann