Meistardeild ungmenna, gott eða vont

Meistaradeild ungmenna hefur verið stofnuð. Í framhaldi er eðlilegt að fólk spyrji: Er það gott eða vont? Er svo hörð keppni þar sem aðeins útvaldir taka þátt heppilegur vettvangur fyrir börn og unglinga?Meistaradeild ungmenna hefur verið stofnuð. Í framhaldi er eðlilegt að fólk spyrji: Er það gott eða vont? Er svo hörð keppni þar sem aðeins útvaldir taka þátt heppilegur vettvangur fyrir börn og unglinga?Meistaradeild ungmenna hefur verið stofnuð. Í framhaldi er eðlilegt að fólk spyrji: Er það gott eða vont? Er svo hörð keppni þar sem aðeins útvaldir taka þátt heppilegur vettvangur fyrir börn og unglinga?

Helga B. Helgadóttir, formaður æskulýðsnefndar LH segist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hún minnir hins vegar á erindi Viðars Halldórssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, sem hann flutti á æskulýðsráðstenfnu LH í hitteðfyrra.
„Það er ekkert nema jákvætt að einstaklingar og hestamannafélög hafi frumkvæði að einhverju nýju og ekki á okkar könnu að hafa nein afskipti af því. Ég hef ekki kynnt mér málið. Þetta er svo ný tilkomið. Við munum örugglega ræða þetta mál á fundi æskulýðsnefndar LH á morgun. Fyrr ætla ég ekki að mynda mér neina skoðun á því,“ segir Helga.

Í nefndu erindi Viðars kom meðal annars fram að of hörð keppni og of mikil eftirfylgni foreldra getur haft neikvæð áhrif. Hann segir að spurningin sé: Hverjum á að hrósa? Barninu sem leggur sig fram og vinnur ekki verðlaun? Eða barninu sem vinnur verðlaun án þess að þurfa að leggja sig mikið fram [misjafn hestakostur, mismikill stuðningur]? Halda verði gleðinni í leiknum. Keppni barna megi ekki verða of hörð.