Meistaraprófsritgerð um Stefnumótun Landsmóts

25. janúar 2011
Fréttir
Haraldur Þórarinsson formaður LH og Hjörný Snorradóttir handsala leyfissamninginn.
Landssamband hestamannafélaga og Hjörný Snorradóttir hafa gert með sér leyfissamning um að nýta ritgerð Hjörnýjar „Stefnumótun – Landsmót hestamanna – Raundæmisrannsókn“ í störfum samtakanna og aðildarfélögum þess. Landssamband hestamannafélaga og Hjörný Snorradóttir hafa gert með sér leyfissamning um að nýta ritgerð Hjörnýjar „Stefnumótun – Landsmót hestamanna – Raundæmisrannsókn“ í störfum samtakanna og aðildarfélögum þess. Ritgerð Hjörnýjar um Landsmót var meistaraprófsritgerð hennar í stjórnun og stefnumótun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritgerðin er heljarinnar verk, um 340 blaðsíður í heildina. Í henni er t.d. fjallað um sögulegt yfirlit Landsmóta, raundæmi um hvað gekk vel og illa á Landsmótunum frá 1998-2008 auk þess sem greint er frá niðurstöðum spurningakannanna sem lagðar voru fyrir annarsvegar innlenda hagsmunaaðila og hinsvegar erlenda hagsmunaaðila.

Ritgerðin er hafsjór af upplýsingum og fróðleik um Landsmótin sem gagnlegt og gaman er að lesa.
Ef áhugi er fyrir hendi að kynna sér ritgerð Hjörnýjar er hægt að hafa sambandi við hana beint á netfangið irmasara@simnet.is