Meistaradeildin - Gæðingafimi

11. febrúar 2015
Fréttir
Héðin Skúla og Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Þá nálgast gæðingafimin óðfluga og eru ráslistarnir tilbúnir. Margir nýjir hestar eru skráðir til leiks en sigurvegarinn frá því í fyrra, Olil Amble, teflir fram öðrum hesti Frama frá Ketilsstöðum. Frami er þó enginn nýgræðingur á keppnisvellinum en hann hefur gert það vel með eiganda sínum Elinu Holst. Frami var einnig í topp tíu í gæðingafiminni í fyrra en þá var Bergur Jónsson á honum.  Af þeim tíu sem komust í úrslit í fyrra eru einungis tvö pör skráð til leiks en það eru þaur Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Héðinn Skúli frá Oddhóli (3. sæti) og Eyrún Ýr Pálsdóttir og Kjarval frá Blönduósi (6. sæti)

Daníel Jónsson mætir á stólpagæðingnum Arion frá Eystra-Fróðholti en gaman verður að sjá hvernig þeim tekst til á morgun. Arion og Daníel mættu í töltið í fyrra og gerðu vel. Bergur Jónsson teflir fram Kötlu frá Ketilsstöðum en þau voru í B úrslitum í fjórgangnum. Hástökkvarar fjórgangsins mæta einnig þau Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Sproti frá Enni. Það er greinilegt að það stefnir í hörku keppni og verður spennandi að sjá hverjir ná topp fimm þetta árið.

Ráslisti

 

Við viljum minna á sýnikennsluna sem mun verða kl 18:30 áður en að keppni hefst en þar munu þeir Anton Páll Níelsson og Ólafur Andri Guðmundsson leiða okkur gegnum gæðingafimina og útskýra um hvað hún snýst. 

 

Húsið opnar kl. 17:30 og hvetjum við fólk til að mæta stundvíslega. Hlaðborðið verður á sínum stað í Fákaseli og alveg tilvalið að mæta snemma og fá sér gott að borða fyrir keppni.

 

Keppnin verður sýnd í beinni útstendingu á Stöð2 Sport en auk þess er hægt að sjá beina útsendingu á heimasíðu Meistaradeildar www.meistaradeild.is gegn vægri greiðslu.