Meistaradeild UMFÍ - þriðja mót

01. apríl 2009
Fréttir
Næstkomandi sunnudag, 5. apríl, verður þriðji keppnisdagur Meistaradeildar UMFÍ.  Veislan hefst kl. 11.00, og stendur fram eftir degi. Keppt verður í tölti og skeiði.  Keppni  hefst í tölti og eftir hlé verður síðan flugskeið í gegn um Rangárhöllina. Rafræn tímataka verður 10 mtr. eftir að komið er inn í höllina og 10 mtr. áður en út úr henni er farið í hinn endann. Næstkomandi sunnudag, 5. apríl, verður þriðji keppnisdagur Meistaradeildar UMFÍ.  Veislan hefst kl. 11.00, og stendur fram eftir degi. Keppt verður í tölti og skeiði.  Keppni  hefst í tölti og eftir hlé verður síðan flugskeið í gegn um Rangárhöllina. Rafræn tímataka verður 10 mtr. eftir að komið er inn í höllina og 10 mtr. áður en út úr henni er farið í hinn endann.


Umhverfið hefur verið lagað og bætt í undirburð.  Höllin er riðin frá norðri til suðurs.  Nánara um æfingartíma á næstu dögum.  Knapar Meistaradeildar UMFÍ eru minntir á að senda upplýsingar um þá hesta sem þeir munu keppa á til Ágústar á netfangið ssaggu@itn.is án tafar.