Meistaradeild í hestaíþróttum

09. desember 2010
Fréttir
Sigrubjörn Bárðarson sigraði Meistaradeildina árið 2010.
Starf Meistaradeildar í hestaíþróttum er komið á fullt og er verið að leggja lokahönd á liðaskipan deildarinnar. Vegna mikillar aðsóknar hefur stjórn deildarinnar ákveðið að bæta við einu liði þannig að liðin verða 8 í ár en ekki 7 eins og síðustu ár. Starf Meistaradeildar í hestaíþróttum er komið á fullt og er verið að leggja lokahönd á liðaskipan deildarinnar. Vegna mikillar aðsóknar hefur stjórn deildarinnar ákveðið að bæta við einu liði þannig að liðin verða 8 í ár en ekki 7 eins og síðustu ár.

Þar sem mjög stutt er í að mótaröðin hefst er ekki hægt að gefa langan tíma til að sækja um lið í deildinni.
Áhugasömum er bent á að hafa sambandi við Kristinn Skúlason í síma 822
7009 eða í senda póst á kristinn@kronan.is í síðasta lagi mánudaginn 13.
desember.

Eins og undanfarin ár verða öll mót haldin í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, nema skeiðmótið.

Sú ákvörðun var tekin að fækka mótunum um eitt í ár þannig að mótin verða
6 en ekki 7. Sú grein sem tekin hefur verið út úr mótaröðinni þetta árið er Smali en hún mun koma aftur inn að ári með breyttu sniði. Dagsetningar á mótum deildarinnar má sjá hér að neðan:

27. janúar:  Fjórgangur
10. febrúar:  Gæðingafimi
24. febrúar: Tölt
10. mars:  Fimmgangur
27. mars: 150 m skeið og gæðingaskeið
7. apríl:  T2 og flugskeið