MD VÍS - Úrslit slaktaumatölt

06. mars 2009
Fréttir
Þrír efstu í T2: Bylgja, Eyjólfur og Hinrik. Ljósm: Örn Karlsson.
Þá er spennandi keppni í slaktaumatölti í MD VÍS lokið. Eftir forkeppni stóð efstur Eyjólfur Þorsteinsson, Málningu, á Ósk frá Þingnesi með einkunnina 7,37. Næst á eftir honum kom Bylgja Gauksdóttir, Líflandi, á Ösp frá Enni með einkunnina 7,30, og þriðji var Sigurður V. Matthíasson, Málningu, á Hyl frá Stóra-Hofi með einkunnina 7,17. Þá er spennandi keppni í slaktaumatölti í MD VÍS lokið. Eftir forkeppni stóð efstur Eyjólfur Þorsteinsson, Málningu, á Ósk frá Þingnesi með einkunnina 7,37. Næst á eftir honum kom Bylgja Gauksdóttir, Líflandi, á Ösp frá Enni með einkunnina 7,30, og þriðji var Sigurður V. Matthíasson, Málningu, á Hyl frá Stóra-Hofi með einkunnina 7,17.

Eyjólfur hélt forystunni allt til enda og sigraði með einkunnina 7,92. Í úrslitum varð Hinrik Bragason, Hestviti, annar á Hnokka frá Fellskoti með einkunnina 7,67, en þeir félagarnir sigruðu B-úrslitin. Og þriðja varð síðan Bylgja Gauksdóttir, Líflandi, á Ösp frá Enni með einkunnina 7,63.

Eyjólfur stendur því enn á toppnum í einstaklingskeppninni með 29 stig, annar er Sigurður Sigurðarson með 19 stig og þriðji er Hinrik Bragason með 18 stig.

Í liðakeppninni jók Málning á forskot sitt á hin liðin og stendur nú efst með 133,5 stig, í öðru sæti er lið Líflands með 110,5 stig og í því þriðja er lið Skúfslækjar með 110 stig.

Slaktaumatölt  Úrslit:

Sæti    Nafn    Lið    Hestur    Stig:
1    Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    Ósk frá Þingnesi    12
2    Hinrik Bragason    Hestvit    Hnokki frá Fellskoti    10
2    Bylgja Gauksdóttir    Lífland    Ösp frá Enni    8
4    Sigurður Sigurðarson    Skúfslækur    Hörður frá Eskiholti    7
5    Sigurður V Matthíasson    Málning    Hylur frá Stóra-Hofi    6
6    Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    Jarl frá Mið-Fossum    5