Matthías Sigurðsson Íslandsmeistari í gæðingaskeiði

Matthías Sigurðsson og Tign frá Fornusöndum báru sigur úr býtum í gæðingaskeiði í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga. Matthías og Tign áttu glæsilega spretti sem skiluðu þeim 7,08 í einkunn.
 
Dalir verktakar ehf. styrktu þessa grein og Kaupfélag Borgfirðinga gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH fyrir gæðingaskeið var gefinn af Hestamannafélaginu Sleipni.
 
Efstu fimm urðu eftirfarandi:
1. Matthías Sigurðsson, Tign frá Fornusöndum 7.08
2. Jón Ársæll Bergmann, Valka frá Íbishóli 6.46
3. Sara Dís Snorradóttir, Djarfur frá Litla-Hofi 6.33
4. Dagur Sigurðarson, Tromma frá Skúfslæk 6.21
5. Þórgunnur Þórarinsdóttir, Gullbrá frá Lóni 6.13
 
Til hamingju Matthías!