Markaðssetning íslenska hestsins - boð á fund 27. maí

Markaðsverkefni um íslenska hestinn hefur verið ýtt úr vör með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni. Tilgangurinn er að marka stefnu og gera aðgerðaáætlun sem hefur það að markmiði að styrkja ímynd íslenska hestsins með samhæfðum skilaboðum, markaðsaðgerðum og kynningarstarfi.

Haldnar voru tvær vinnustofur (4. og 11. maí) þar sem fólk úr greininni tók virkan þátt í að móta verkefnið. Samantekt úr þessari vinnu liggur nú fyrir ásamt greiningu á gögnum og skýrslum sem verða lagðar til grundvallar við stefnumótunina.

Við viljum bjóða þér að mæta á kynningar- og samráðsfund sem haldinn verður 27. maí kl. 14:30 í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í sal á 1. hæð á Skúlagötu 4. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki klukkan 16:00. Á fundinum verða meginlínur kynntar og tækifæri til umræðna og athugasemda sem nýttar verða í endanlegri mótun stefnu og markmiða.
Boðið verður upp á léttar veitingar.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á islandsstofa@islandsstofa.is

Fundurinn verður sýndur beint á netinu. Þeir sem hafa áhuga á að horfa eru beðnir að senda póst á tintinmarketing@gmail.com til að fá sendan hlekkinn.

Nánari upplýsingar veita:
Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is eða í síma 511 4000
Tinna Dögg Kjartansdóttir, tintinmarketing@gmail.com eða í síma 780 1881