Margur er ríkari en hann er

26. nóvember 2008
Fréttir
„Margur er ríkari en hann er“ sagði maður nokkur þegar hann fann hundrað krónu seðil í vasanum. Hann hefur sennilega verið skyldur Bibbu á Brávallagötunni. En sjálfur vissi hann hvað hann meinti.„Margur er ríkari en hann er“ sagði maður nokkur þegar hann fann hundrað krónu seðil í vasanum. Hann hefur sennilega verið skyldur Bibbu á Brávallagötunni. En sjálfur vissi hann hvað hann meinti.

„Margur er ríkari en hann er“ sagði maður nokkur þegar hann fann hundrað krónu seðil í vasanum. Hann hefur sennilega verið skyldur Bibbu á Brávallagötunni. En sjálfur vissi hann hvað hann meinti.

En hvað sem málsháttum líður, réttum eða röngum, þá er það staðreynd að hrossasala til útlendinga er meiri en kemur fram í útflutningstölum. Mikið er um að útlendingar kaupi hross, einkum ungar hryssur, og kaupi síðan uppihald á þau hér á landi: Uppeldi, tamningu og fóður. Sumir eigendur taka hryssurnar, og eða afkvæmi þeirra, til útlanda síðar. Engar tölur eru til um fjölda í þessum sambandi, en í það minnsta er um að ræða marga tugi hrossa á ári. 

Einnig er nokkuð um, eins og nýleg dæmi sína, að hátt dæmdir stóðhestar séu seldir erlendum aðilum  en þeir síðan þjálfaðir og nýttir til undaneldis hér á Íslandi, til lengri eða skemmri tíma. Má í því sambandi nefna Galsa frá Sauðárkróki, sem reyndar er ennþá á Íslandi og fer tæplega utan héðan af, Þokka frá Kýrholti, Rökkva frá Hárlaugsstöðum, og nú Ágústínus frá Melaleiti og Dug frá Þúfu. 

Flestir spá því að eftirspurn eftir dýrum folatollum minnki á næsta ári. Það ýtir enn frekar undir sölu á góðum og hátt dæmdum stóðhestum. Lækkandi gengi krónunnar hefur örvað sölu til útlanda og þar munar mestu á dýrustu hrossunum: Góðum stóðhestum! 

Á myndinni er stóðhesturinn Tenór frá Túnsbergi, knapi Erlingur Erlingsson.