Magnaðir gæðingar í stóðhestaveltunni - 10 næstu

13.04.2022
Leynir frá Garðshorni á Þelamörk

Stóðhestavelta landsliðsins er á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í TM-reiðhöllinni í Víðidal á síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 20. apríl nk.  Um 100 folatollar verða í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst þriðjudaginn 19. apríl í netverslun á vef LH og er miðaverð 50.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Miðasala á Allra sterkustu er í netverslun LH.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Prins frá Vöðlum 8,45
Prins frá Vöðlum fór í 8,45 í aðaleinkunn í sinni fyrstu sýningu sem er glæsilegt, þá aðeins 5 vetra. Hann náði 8,69 fyrir hæfileika, 9 fyrir tölt, 9 fyrir samstarfsvilja og 9 fyrir fet. Hér er á ferðinni hæfileikaríkur hestur sem er afkomandi hátt dæmdra gæðinga. Myndband af Prins

Rammi frá Búlandi 8,18
Rammi frá Búlandi átti farsælan keppnisferil í a-flokki og fimmgangi. Hann á fjöldann allan af hátt dæmdum afkvæmum. Hann hlaut í kynbótadómi 9,0 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið.

Organisti frá Horni 8,72
Organisti var efstur í flokki 6 vetra stóðhesta á Landsmótinu á Hólum 2016. Hann hlaut 8,74 í einkunn í A-flokki á gæðingamóti Fáks árið 2018. Organisti á 172 skráð afkvæmi, sjö afkvæmi hafa hlotið fullnaðardóm og eru þau öll með fyrstu verðlaun. Myndband af Organista

Frár frá Sandhóli 8,41
Frár frá Sandhól er upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt stökk og 9,0 fyrir tölt, hægt tölt,  brokk, samræmi og hófa. Myndband af Frá

Eldur frá Bjarghúsum 8,35
Eldur frá Bjarghúsum er hátt dæmdur klárhestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið í kynbótadómi. Myndband af Eldi

Glampi frá Ketilsstöðum 8,43
Glampi frá Ketilsstöðum hefur hlotið 8,45 fyrir hæfileika í kynbótadómi, þar af 9,5 fyrir brokk og samstarfsvilja og 9 fyrir tölt, fegurð í reið og fet. Myndband af Glampa

Leynir frá Garðshorni á Þelamörk 8,77
Leynir frá Garðshorni á Þelamörk var hæst dæmdi 4ra vetra stóðhesturinn árið 2019 með 8,70 fyrir hæfileika og hæst dæmdi 5 vetra stóðhesturinn árið 2020 með 8,88 fyrir hæfileika. Hann hefur hlotið í hæfileikadómi 9,5 fyrir samstarfsvilja, 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið og fegurð í reið. Myndband af Leyni

Lýsir frá Breiðstöðum 8,22
Lýsir frá Breiðstöðum hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Lýsi

Sær frá Bakkakoti 8,62
Sær frá Bakkakoti hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti árið 2008. Hann á fjölmörg hátt dæmd afkvæmi, hæst þeirra er Arion frá Eystra-Fróðholti. Myndband af Sæ

Skaginn frá Skipaskaga 8,73
Skaginn frá Skipaskaga hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á landssýningu 2020. Í kynbótadómi hlaut hann 8,76 fyrir sköpulag og 8,70 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Skaganum