Lokaslagurinn í Meistaradeild VÍS

Eyjólfur Þorsteinsson er með 9 stiga forskot.
Eyjólfur Þorsteinsson er með 9 stiga forskot.
Síðasta mót Meistaradeildar VÍS  á þessum vetri fer fram í Ölfushöllinni á morgun, fimmtudag. Fjórir knapar eiga fræðilegan möguleika á sigri: Eyjólfur Þorsteinsson, sem nú er efstur með 9 stiga forskot, Sigurbjörn Bárðarson, sem er í öðru sæti, og síðan þeir Hinrik Bragason og Sigurður Sigurðarson. Talið er næsta víst að slagurinn muni standa á mill þeirra Eyjófls og Sigurbjarnar. Síðasta mót Meistaradeildar VÍS  á þessum vetri fer fram í Ölfushöllinni á morgun, fimmtudag. Fjórir knapar eiga fræðilegan möguleika á sigri: Eyjólfur Þorsteinsson, sem nú er efstur með 9 stiga forskot, Sigurbjörn Bárðarson, sem er í öðru sæti, og síðan þeir Hinrik Bragason og Sigurður Sigurðarson. Talið er næsta víst að slagurinn muni standa á mill þeirra Eyjófls og Sigurbjarnar.

Öruggt er að það verður rafmögnuð spenna í lokaslagnum. Segja má að þetta verði uppgjör eldri og yngri kynslóðar knapa; á milli Eyjó og Didda. Það reynir á taugarnar á endasprettinum, en það hefur löngum verið hin sterka hlið Sigurbjarnar.

Þetta síðasta mót Meistaradeildarinnar hefst á forkeppni í tölti klukkan 18:30. Forsala aðgöngumiða er í fullum gangi í verslunum Líflands, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi.

Ráslistar í tölti og fljúgandi skeiði

Tölt  
1 Sigursteinn Sumarliðason Frumherji Alfa frá Blesastöðum
2 Agnar Þór Magnússon Lífland Blæja frá Skáney
3 Camilla P Sigurðardóttir Skúfslækur Sveindís frá Kjarnholtum
4 Sigurbjörn Bárðarson Lífland Grunur frá Oddhól
5 Valdimar Bergstað Málning Leiknir frá Vakurstöðum
6 Hulda Gústafsdóttir Hestvit Völsungur frá Reykjavík
7 Ólafur Ásgeirsson Frumherji Jódís frá Ferjubakka
8 Ragnar Tómasson Top Reiter Brimill frá Þúfu
9 Halldór Guðjónsson Lýsi Nátthrafn frá Dallandi
10 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Loftfari frá Laugarvöllum
11 Hinrik Bragason Hestvit Hnokki frá Fellskoti
12 Jakob S Sigurðsson Skúfslækur Kaspar frá Kommu
13 Daníel Ingi Smárason Lýsi Þjótandi frá Svignaskarði
14 Daníel Jónsson Top Reiter Dugur frá Þúfu
15 Jóhann G. Jóhannesson Hestvit Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu
16 Sigurður Sigurðarson Skúfslækur Kjarnorka frá Kálfholti
17 Viðar Ingólfsson Frumherji Glóð frá Efstu-Grund
18 Guðmundur Björgvinsson Top Reiter
19 Bylgja Gauksdóttir Lífland Pipar-Sveinn frá Reykjavík
20 Sigurður V Matthíasson Málning Ábóti frá Vatnsleysu
21 Ísleifur Jónasson Lýsi Röðull frá Kálfholti
  
Fljúgandi skeið  
1 Daníel Ingi Smárason Lýsi Óðinn frá Efsta-Dal 1
2 Hinrik Bragason Hestvit Tumi frá Borgarhóli
3 Jakob S Sigurðsson Skúfslækur Felling frá Hákoti
4 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Storð frá Ytra-Dalsgerði
5 Sigurður Sigurðarson Skúfslækur Freyðir frá Hafsteinsstöðum
6 Sigurbjörn Bárðarson Lífland Ás frá Hvoli
7 Guðmundur Björgvinsson Top Reiter
8 Hulda Gústafsdóttir Hestvit Saga frá Lynghaga
9 Sigursteinn Sumarliðason Frumherji Lilja frá Dalbæ
10 Valdimar Bergstað Málning Snjall frá Gili
11 Camilla P Sigurðardóttir Skúfslækur Drift frá Hafsteinsstöðum
12 Ísleifur Jónasson Lýsi Dögun frá Bakka
13 Ólafur Ásgeirsson Frumherji Vivaldi frá Presthúsum
14 Sigurður V Matthíasson Málning Eyjalín frá Stóru-Hildisey
15 Bylgja Gauksdóttir Lífland Trostan frá Auðsholtshjáleigu
16 Jóhann G. Jóhannesson Hestvit Ákafi frá Lækjarmóti
17 Viðar Ingólfsson Frumherji Hreimur frá Barkarstöðum
18 Agnar Þór Magnússon Lífland Vorboði frá Höfða
19 Halldór Guðjónsson Lýsi Ormur frá Dallandi
20 Daníel Jónsson Top Reiter Víf frá Grafarkoti
21 Ragnar Tómasson Top Reiter Isabel frá Forsæti