Lokaskráningardagur á málþing um ágrip er 11. mars!

Hestamenn eru minntir á að lokaskráningardagur á Málþingið "Út með ágrip" er á morgun, miðvikudaginn 11. mars. Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is og í síma 433 5000. Ekkert skráningargjald. Hægt verður að kaupa mat fyrir kr. 1.500, sem greiðist á staðnum, en taka þarf fram við skráningu hvort viðkomandi ætlar að vera í mat eður ei. Hestamenn eru minntir á að lokaskráningardagur á Málþingið "Út með ágrip" er á morgun, miðvikudaginn 11. mars. Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is og í síma 433 5000. Ekkert skráningargjald. Hægt verður að kaupa mat fyrir kr. 1.500, sem greiðist á staðnum, en taka þarf fram við skráningu hvort viðkomandi ætlar að vera í mat eður ei.

Málþingið fer fram á Hvanneyri á föstudaginn kemur, 13. mars, í Ársal í Ásgarði (nýi skóli).

Hestamenn eru hvattir til að mæta, málþingið er öllum opið og málefnið varðar alla hrossaræktendur, reiðmenn og dómara!

Drög að dagskrá:

17:00         Ágúst Sigurðsson – Setning
17:05          Guðlaugur Antonsson – Inngangur um áverka og áverkaskráningar
17:10        Pétur Halldórsson – Samantekt úr niðurstöðum áverkaskráninga
17:20        Friðrik Már Sigurðsson – Ágrip og umhverfisþættir
17:35        Jakob Sigurðsson -   Frá sjónarhorni sýnanda kynbótahrossa
17:50        Sigurður Torfi Sigurðsson – Ágrip og járningar
18:05        Sigríður Björnsdóttir – Frá sjónarhorni dýralæknis
18:20        Eyjólfur Ísólfsson – Frá sjónarhorni reiðmeistarans og kennarans
18:35        Matarhlé -
19:10        Umræður – Pallborð
20:00        Málþingi slitið.

Að málþinginu standa:
Félag hrossabænda
Félag tamningamanna
Hólaskóli, Háskólinn á Hólum
Landbúnaðarháskóli Íslands
Járningamannafélag Íslands
Landssamband hestamannafélaga
Matvælastofnun