Lokaskráningardagur á Kvennatölt Gusts!

Skráning á hið sívinsæla Kvennatölt Gusts er á fullu, en skráning fer eingöngu fram á netinu á vef Gusts, www.gustarar.is. Í dag er lokadagur skráningar og verður opið fyrir hana til miðnættis. Með því að smella á hnappinn „Skráning“ í valborðanum efst á heimasíðu Gusts opnast skráningarkerfið og þarf fyrst að slá inn kennitölu til að skráning verði virk. Ganga þarf frá greiðslu með greiðslukorti samhliða skráningunni, að öðrum kosti er hún ekki gild. Skráning á hið sívinsæla Kvennatölt Gusts er á fullu, en skráning fer eingöngu fram á netinu á vef Gusts, www.gustarar.is. Í dag er lokadagur skráningar og verður opið fyrir hana til miðnættis. Með því að smella á hnappinn „Skráning“ í valborðanum efst á heimasíðu Gusts opnast skráningarkerfið og þarf fyrst að slá inn kennitölu til að skráning verði virk. Ganga þarf frá greiðslu með greiðslukorti samhliða skráningunni, að öðrum kosti er hún ekki gild.

Um flokkaskiptinguna:

Boðið er upp á keppni í fjórum flokkum:

1. Opinn flokkur
- opinn öllum sem vilja. Gert er ráð fyrir að reynslumiklir knapar skrái sig í þennan flokk. 

2. Meira vanar
- ætlaður konum sem eru töluvert vanar í keppni.

3. Minna vanar
- ætlaður konum sem hafa litla reynslu í keppni, en þó einhverja.

4. Byrjendaflokkur
- ætlaður konum sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum eða hafa mjög litla reynslu.

ATH!
- Hafi keppandi sigrað í einhverjum styrkleikaflokki kvennatöltsins áður skal viðkomandi færast upp um flokk.
- Hafi keppandi komist þrisvar eða oftar í A-úrslit í einhverjum styrkleikaflokki kvennatöltsins áður skal viðkomandi færast upp um flokk.

Keppendur eru hvattir til að sýna metnað við val á keppnisflokki!
 
Í byrjendaflokki eru þrír keppendur saman í holli, sýnt er hægt tölt og tölt á frjálsri ferð, ekkert snúið við. Í öllum öðrum flokkum eru tveir keppendur saman í holli, sýnt hægt tölt, snúið við, tölt með hraðabreytingum og svo greitt tölt. A og B úrslit í öllum flokkum.
 
Aldurstakmark til þátttöku er 18 ár (miðað er við ungmennaflokkinn). Skráningargjald er kr. 3.500 á hest. Leyfilegt er að skrá fleiri en einn hest til þátttöku, en komi keppandi fleiri en einum hesti í úrslit skal hann velja einn hest til úrslitakeppni.
 
Vegleg verðlaun eru í boði að venju:  Peningaverðlaun í opnum flokki,  glæsilegir verðlaunagripir og aukaverðlaun frá Líflandi og Back on Track í öllum flokkum. Einnig munu dómarar velja glæsilegasta par mótsins úr öllum keppendum í forkeppni og eru konur hvattar til að klæða sig upp í tilefni dagsins. Verðlaunin þar eru ekki af verri endanum - Prinsessuferð frá Landi og hestum!
 
Allar nánari upplýsingar um mótið, dagskrá, ráslistar ofl. verða birt á netmiðlum hestamanna þegar nær dregur og á www.gustarar.is

Styrktaraðilar mótsins eru: Lífland – Land og Hestar – Back on Track og INN Fjárfesting.