Lokamót áhugamannadeildar – Byko tölt í Gluggar og Gler deildinni

23. mars 2016

 

Lokamótið í Gluggar og Gler deild áhugamanna fer fram fimmtudaginn 31. mars þegar keppt verður í tölti í Samskipahöllinni.  Það er Byko sem er styrktaraðili töltsins.

Mótið verður á fimmtudagskvöldið 31. mars í Sprettshöllini og hefst keppni kl. 19:00.

Staðan í Gluggar og Glerdeildin 2016 er æsispennandi og það er ljóst að liðin munu tjalda öllu sem til er í hesthúsunum til að næla sér í stig á lokametrunum.

Í fyrra var það Játvarður Jökull og Röst frá Lækjamóti sem sigruðu töltið, í öðru sæti voru þau Birgitta Dröfn Kristinsdóttir og Barði frá Laugarbökkum og í þriðja sæti þau Rósa Valdimarsdóttir og Íkon frá Hákoti.  Það verður spennandi að sjá hvort þessi pör mæta til leiks aftur.

Í stigakeppninni er mikill spenna.

Breyting varð á toppnum eftir slaktaumatöltið í stigakeppninni í einstaklinga. Nú leiðir Þorvarður Friðbjörnsson með 19 stig, í öðru sæti er Aníta Lára Ólafsdóttir með 17 stig, þriðja sætið vermir Birgitta Dröfn Kristinsdóttir með 15 stig og í fimm næstu sætum með tólf stig eru Jóhann Ólafsson, Ámundi Sigurðsson, Katrín Sigurðuardóttir, Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Rakel Natalía Kristinsdóttir.  Það er því ljóst að spennan fyrir lokamótið er mikil enda mörg stig í boði og munurinn lítill.

Í liðakeppninni er staðan eftirfarandi.

Margréthof/Export hestar 391
Appelsín 347

Barki 343

Garðatorg & ALP/GÁK 331
Kæling 331
Mustad 304
Toyota 292
Austurkot Dimmuborg 283
Vagnar og þjónusta 267
Poulsen 239
Norðurál / Einhamar 228
Heimahagi 225
Dalhólar 217
Kerckhaert/Málning 213
Team Kaldi Bar 195

Húsið opnar kl. 17:30 og sem í fyrri mótum mun einvala lið Sprettara sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði.

Á lokamótinu taka áhorfendur þátt með því að velja vinsælasta knapann, best klædda liðið, skemmtilegasta liðið og þjálfara ársins.  

Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni.   Aðgangur er frír.

Við minnum svo á nýja heimasíðu deildarinnar http://sprettarar.is/ahugamannadeild-spretts-gluggar-og-gler.  Farið er inná www.sprettarar.is og þar þrýst á glugga sem heitir Gluggar og Gler deildin.  Á síðunni er frábær fróðleikur um deildina, liðin, styrktaraðila ásamt myndum frá þeim keppnum sem farið hafa fram.