Litla, stóra hestamannafélagið Sóti

Það er mikið að gerast hjá litla en stórhuga hestamannafélagi Sóta á næstunni.  Á morgun, sumardaginn fyrsta, er félagsmönnum á öllum aldri boðið að taka þátt í hinum árlega og sívinsæla ratleik, en þá er félögum skipt í fjögur lið og ríða á milli pósta og leysa miserfið verkefni og fara að sjálfsögðu ríðandi á milli staða. Það er mikið að gerast hjá litla en stórhuga hestamannafélagi Sóta á næstunni.  Á morgun, sumardaginn fyrsta, er félagsmönnum á öllum aldri boðið að taka þátt í hinum árlega og sívinsæla ratleik, en þá er félögum skipt í fjögur lið og ríða á milli pósta og leysa miserfið verkefni og fara að sjálfsögðu ríðandi á milli staða.

Önnur félagasamtök í sveitarfélaginu hafa tekið þátt í þessu með okkur og útbúið þrautir ofl og taka vel á móti Sótafólki.  Börn, allt niður í fjögurra ár, hafa tekið þátt í þessum leik.  Leikurinn tekur ca 2 klukkutíma en í lokin er öllum boðið í grillaðar pyslur og úrslit verða kunngjörð.
 
Á laugardaginn 25 april hefst dagurinn á hópreið um Álftanes kl. 12:00 og í framhaldi verður firmakeppni félagsins, sem er nú einnig minningarmót um hjónin Ása (fyrsta formann Sóta) og Önnu en þau féllu frá langt um aldur fram með stuttu millibili. Keppt verður í polla, barna, unglinga, ungmenna, kvenna- og karlaflokki.  Mikil stemning er ávallt á þessum mótum þar sem allir félagar taka þátt og hafa gaman af.
 
Um kvöldið verður síðan veglegt 20 ára afmælishóf, haldið í hátíðarsal íþróttahús Álftaness þar sem boðið verður uppá góðan mat, heimatilbúin skemmtiatriðið að hætti Sótafélaga, fjöldasöng og ball fram eftir nóttu.  Veislustjóri verður Jörundur Jökulsson, sem gengdi formennsku í félaginu til margra ára. Enn er hægt að fá miða og gaman væri að sjá sem flesta núverandi og fyrrverandi Sóta félaga.
 
Sóta Snepliinn mun síðan koma heitur úr prentun í dag en þar má m.a. finna myndir úr 20 ára sögu félagsins ásamt fleiru.
 
Kær kveðja
Hestamannafélagið Sóti á Álftanesi
www.alftanes.is/soti