Lífland styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

Á myndinni eru Þórir Haraldsson forstjóri Líflands og Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH…
Á myndinni eru Þórir Haraldsson forstjóri Líflands og Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH.

Það var í nógu að snúast í gær þegar landsliðsknapar komu í höfuðstöðvarnar að sækja reiðfatnað sem Lífland leggur til fyrir þá knapa sem keppa fyrir Íslands hönd á HM í næstu viku. Þeir Þórir Haraldsson forstjóri Líflands og Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH nýttu tækifærið og skrifuðu undir áframhaldandi samstarfssamning en Lífland hefur verið aðal styrktaraðili íslenska landsliðsins í hestaíþróttum um árabil.

Þessi samningur er landsliðinu í hestaíþróttum afar mikilvægur og eru landsliðsnefnd og stjórn LH afar þakklát fyrir stuðninginn.

Landsliðshópurinn hélt svo af stað í morgun til Berlínar og spennan magnast með hverjum deginum. Að þessu sinni færir Lífland knöpunum reiðfatnað frá Kingsland, tösku frá Mountain Horse, hanska frá Roeckl, hjálma frá Casco og skeið- og landsliðsboli.

Í samstarfi við Lífland voru hannaðir sérstakir stuðningsmannabolir fyrir íslenska landsliðið í hestaíþróttum og fást þeir í Líflandi og í Horses of Iceland básnum á HM í Berlín.

https://www.lhhestar.is/is/frettir/malum-stukuna-blaa?fbclid=IwAR2-SAJ4F5EBZwhpltOkiam9BzMdHlhEFvXY8U_AkX5gnGNIR0Ma0tMEgzM

Við óskum liðinu góðs gengis og vonumst eftir að allir nái sínum markmiðum.

 ÁFRAM ÍSLAND!