Liðsstjórinn Páll Bragi

06. maí 2014
Páll Bragi á Álfadrottingu frá Austurkoti

Páll Bragi Hólmarsson hefur verið ráðinn liðsstjóri íslenska landsliðsins fyrir Norðurlandamótið í hestaíþróttum sem fram fer í Herning dagana 30. júlí – 3. ágúst 2014.

Pál Braga þekkja hestamenn vel en hann var einnig liðsstjóri íslenska liðsins á NM2010 í Finnlandi og hefur einnig stýrt öðrum landsliðum í hestaíþróttum.

Þau hjónin Hugrún Jóhannsdóttir og Páll Bragi Hólmarsson reka tamningastöð og hrossaræktarbú að Austurkoti í Árborg. Páll Bragi er menntaður þjálfari og reiðkennari og er félagi í FT og var m.a. formaður félagsins á árunum 2004-2006. Hann hefur sjálfur nokkrum sinnum verið í landsliði Íslands á erlendri grundu og tvisvar sinnum orðið Norðurlandameistari í hestaíþróttum.

Landsliðsnefnd, stjórn og starfsfólk LH bjóða Pál Braga velkominn til starfa.

Allar upplýsingar um mótið í Herning má finna á vefsíðunni www.nm2014.dk