Liðsstjóri óskast á FEIF Youth Cup

03. apríl 2018
Fréttir
Liðið sem fór á FEIF YC 2016.

FEIF Youth Cup 2018 verður haldinn í Axevalla Travbana í Svíþjóð 28. júlí – 4. ágúst og er fyrir unglinga sem verða 14-17 ára 2018. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test. Ísland fær að senda 8 fulltrúa á mótið, auk fararstjóra.

Æskulýðsnefnd LH auglýsir nú eftir fararstjóra til að fara með hópnum. Þær kröfur sem gerðar eru til fararstjóra á vegum LH eru:

-          Góð enskukunnátta

-          Þekking á keppni og/eða keppnisreynsla

-          Góðir skipulagshæfileikar

-          Að þeir séu orðnir 21 árs

Meginverkefni liðsstjóra er að sjá um eitt alþjóðlegt lið unglinga sem samanstendur af 6 þátttakendum. Í því felst ábyrgð á því að skapa jákvæðan liðsanda, fylgja liðinu á allar æfingar þess og keppnir, bera ábyrgð á skráningum í keppnir, fara með liðinu í mat og fleira þess háttar. Liðsstjórinn þarf að þekkja reglur FY Cup sem og reglur FEIF. Liðsstjórinn er að auki ábyrgur fyrir liðinu sínu yfir daginn, á milli æfinga og hann tekur þátt í æfingaviðburði liðsstjóra í byrjun móts og allir liðsttjórar taka þátt í daglegum fundum allra liðsstjóra.

Hafir þú áhuga á að sækja um, fylltu út umsóknareyðublaðið á vef LH. Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2018.

Nánari upplýsingar eru veittar á lh@lhhestar.is og einnig hjá Helgu B. Helgadóttur, formanni æskulýðsnefndar LH í síma 820 2313.