Liðsstjóri hvetur knapa á lokamót fyrir val

Þeir knapar sem tóku þátt í HM-úrtöku á dögunum eru hvattir til að taka þátt í íþróttamótinu í Herði um næstu helgi. Athugið að þetta er síðasta mótið áður en lokaval landsliðsins verður tilkynnt. Þeir knapar sem þegar hafa tryggt sér sæti í liðinu eru einnig hvattir til að taka þátt í mótinu sem hluta af þjálfunarferli knapa og hests fram að HM.

Þeir knapar sem tóku þátt í HM-úrtöku á dögunum eru hvattir til að taka þátt í íþróttamótinu í Herði um næstu helgi. Athugið að þetta er síðasta mótið áður en lokaval landsliðsins verður tilkynnt. Þeir knapar sem þegar hafa tryggt sér sæti í liðinu eru einnig hvattir til að taka þátt í mótinu sem hluta af þjálfunarferli knapa og hests fram að HM.

Athugið að samkvæmt samkomulagi við mótshaldara í Herði, er ungmennum sem tóku þátt í úrtöku, gert kleift að skrá sig í meistaraflokk til fá tækifæri til að æfa sig í að ríða sína sýningu ein inni á velli. 

Gangi ykkur vel.

Hafliði Halldórsson
liðsstjóri