LH og FITE

07. júní 2013
Fréttir
Um nokkurt skeið verið til skoðunar að innleiða svokallaða TREC keppni hér á landi, en þessi tegund keppni hefur notið vinsælda meðal „frístundahestamanna“ víða um heim: TREC keppnin á uppruna sinn að rekja til áttunda áratugatugs síðustu aldar í Frakklandi sem nokkurskonar próf fyrir leiðsögumenn í hestaferðum og hesta þeirra. TREC skammstöfun fyrir franska heitið „Technique De Randonnée Equestre De Compétition“ en á ensku heitir keppnin „Equestrian Trail Riding Techniques Competition“.

Um nokkurt skeið verið til skoðunar að innleiða svokallaða TREC keppni hér á landi, en þessi tegund keppni hefur notið vinsælda meðal „frístundahestamanna“ víða um heim: TREC keppnin á uppruna sinn að rekja til áttunda áratugatugs síðustu aldar í Frakklandi sem nokkurskonar próf fyrir leiðsögumenn í hestaferðum og hesta þeirra. TREC skammstöfun fyrir franska heitið „Technique De Randonnée Equestre De Compétition“ en á ensku heitir keppnin „Equestrian Trail Riding Techniques Competition“.
TREC keppnin (regluverkið) heyrir undir heimssambandið FITE sem í dag hefur 19 aðildarþjóðir: Þýskaland, Austurríki, Lúxemborg, Frakkland, Svíþjóð, England, Canada, USA, Holland, Spánn, Ítalía, Írland, Rússland, Portúgal, Alsír, Andorra, Rúmenía, Belgía, Sviss. (Ísland frá og með sept 2013)
Á vegum heimssambandsins eru haldin Evrópu og heimsmeistaramót fullorðinna (21 ára og eldri) á 4 ára fresti. Evrópu og heimsmeistaramót ungmenna (16 – 21 árs) á tveggja ára fresti.
Nú er ljóst að frá og með september 2013 bætist Ísland í hóp aðildarþjóða innan FITE og í kjölfarið verður því TREC starf á Íslandi eflt til muna en TREC keppnin er vinsælt keppnisform meðal frístundaferðamanna víða um heim og hentar þeim vel sem vilja taka þátt í annars konar keppni en hinum hefðbundnu greinum hestaíþrótta; hringvallagreinum og skeiðkappreiðum.