LH Kappi, viðburðar app fyrir íslenska hestinn

Landssamband Hestamannafélaga í samstarfi við Anitar hafa gefið út nýtt viðburðar app fyrir íslenska hestinn, LH Kappi. Appið er unnið út frá SportFeng, nýju mótakerfi LH. Í appinu er hægt að sjá öll mót á vegum aðildarfélaga LH ásamt kynbótasýningu RML á Landsmótinu.

 Í LH Kappa sér notandinn viðburðardagatal með nöfnum og dagsetningu móta. Með því að fara svo inn í hvert mót er hægt að skoða dagskrá, ráslista, keppendur og niðurstöður keppnis- og sýningargreina, þetta á bæði við um forkeppni, milliriðla og úrslit.

 LH Kappi er fáanlegur bæði í Google Play Store (Android) og App Store (Apple). Nú fyrst um sinn er hægt að sækja hann án endurgjalds en síðar mun hann fást gegn vægu gjaldi.