LH fordæmir slæma meðferð á hrossum

23. nóvember 2021
Fréttir

Landssamband hestamannfélaga fordæmir slæma meðferð á hrossum og dýraníð af öllu tagi.

Meðferð á hrossum eins og sést í myndbandi sem sýnir blóðtöku úr hryssum, ætti hvergi að líðast. Slík meðferð er óverjandi í alla staði og veldur óbætanlegum skaða á ímynd íslenskrar hestamennsku hérlendis sem erlendis. LH skorar á MAST að tryggja að verklag og vinnubrögð við meðhöndlun hrossa við blóðtöku séu ásættanleg.

LH hvetur alla sem koma að meðhöndlun hrossa að hafa virðingu og velferð dýra ávallt í fyrirrúmi.