LH fær fulltrúa í fagráð í hrossarækt

23. mars 2009
Fréttir
Ísleifur Jónasson, hrossabóndi og tamningamaður í Kálfholti.
Ísleifur Jónasson hefur tekið sæti í fagráði í hrossarækt sem fulltrúi Landssambands hestamannafélaga. LH hefur ekki átt fulltrúa í fagráðinu síðan árið 2000, en þá dró LH fulltrúa sinn úr ráðinu í tengslum við viðræður um sameiningu LH og Félags hrossabænda. Ekkert varð síðan af þeirri sameiningu. Ísleifur Jónasson hefur tekið sæti í fagráði í hrossarækt sem fulltrúi Landssambands hestamannafélaga. LH hefur ekki átt fulltrúa í fagráðinu síðan árið 2000, en þá dró LH fulltrúa sinn úr ráðinu í tengslum við viðræður um sameiningu LH og Félags hrossabænda. Ekkert varð síðan af þeirri sameiningu.

Samkvæmt reglugerð á LH ekki lengur rétt á fulltrúa í fagráðinu og hefur verið karpað um það í nokkur misseri. LH hefur sótt það allstíft að fá aftur fulltrúa í fagráðið og hefur það nú verið samþykkt. Fulltrúi LH situr í umboði Félags hrossabænda. Eftir er að ganga frá nokkrum formsatriðum varðandi fulltrúa LH, en Ísleifur hefur verið boðaður á fagráðsfund sem haldinn verður í þessari viku.

Átta manns sitja nú í fagráði í hrossarækt. Stjórnarmaður BÍ fer með tvö atkvæði, og eru atkvæðin því níu.

Fyrir hönd BÍ:
Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur
Víkingur Gunnarsson, forstöðumaður hrossabrautar Hólaskóla
Sigurbjartur Pálsson, stjórnarmaður í BÍ, (fer með tvö atkvæði).

Fyrir hönd Félags hrossabænda:
Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda og formaður fagráðsins.
Gísli Gíslason, hrossabóndi á Þúfum í Skagafirði
Bjarni Þorkelsson, hrossabóndi á Þóroddsstöðum
Sigrún Ólafs, formaður FT
Ísleifur Jónasson, stjórnarmaður í LH