Léttleiki og frelsi 11.des.

06. desember 2010
Fréttir
Súsanna Ólafsdóttir reiðkennari úr Herði Mosfellsbæ stendur fyrir, ásamt félögum sínum og fræðsunefnd Harðar, fræðsludegi (LÉTTLEIKI OG FRELSI) fyrir reiðkennara, þjálfara og allra sem starfa við hesta og fólk þann 11. des. Súsanna Ólafsdóttir reiðkennari úr Herði Mosfellsbæ stendur fyrir, ásamt félögum sínum og fræðsunefnd Harðar, fræðsludegi (LÉTTLEIKI OG FRELSI) fyrir reiðkennara, þjálfara og allra sem starfa við hesta og fólk þann 11. des.

Hestaáhugafólk er velkomið að eiga með okkur léttan og fjörugan dag.

Dagskrá:
08:30 Húsið opnar - félagsheimili Harðar
09:30 Þórhildur Þórhallsdóttir hjá Hestamennt.is (öðuvísi fræðslufyrirtæki) félagsfræðingur og framhaldsskólakennari flytur erindi. Spurningum svarað.
10:00 Þórunn Ólý Óskarsdóttir félagsráðgjafi flytur erindi e hún var heiðruð á dögunum frá Barnaheill fyrir 24 ára starf sitt með unglingum sem hafa á einhvern hátt orðið undir. Hún segir frá þvi hvernig hún byggir upp kjark þeirra og sjálfstraust með hestaMENNSKU! Spurningum svarað.
10:30 Umræður og kaffi.
11:00 Kristbjörg Hall NAADAC ráðgjafi, fjallar um "BURN-OUT", kulnun í starfi, einkenni og hvað er til ráða, hver þekkir ekki sveiflur í þessu starfi? Sigra/ósigra, hamingju, hroka, depurð. Spurningum svarað.
11:30 Súsanna Sand Ólafsdóttir. FLytur erindi um léttleika og frelsi hesta og manna. Reiðkennsla á forsendum nemandans/knapans, allir í kennslustundinni eiga rétt á sömu þjónustu, erum líka að vinna með/og fyrir fólk. Spurningum svarað.
12:00 Umræður
12:15 Matur reiddur fram af Guðmundi Björgvinssyni (Makkerinn)

13:00 Sýnikennsla - Reiðhöll Harðar
Léttleiki og frelsi I- Súsanna Sand Ólafsdóttir
Spenntur knapi/spenntur hestur - Lina Erikson reiðkennari
Jafnvægi knaspans - Line Nörgard reiðkennari
Léttleiki og frelsi II - Súsanna Sand Ólafsdóttir
Leiðtoginn - Þórhildur Þórhallsdóttir félagsfræðingur
Leyniatriði – Eitthvað skemmtilegt sem kemur öllum á óvart!!