Leiðarar fyrir gæðinga og þuli

Fræðslunefnd LH er þessa dagana að ljúka við samningu á nýjum leiðara fyrir úrslitakeppni í gæðingakeppni. Einnig er stjórn GDLH að semja leiðbeiningar fyrir þuli á stórmótum og félagsmótum.Fræðslunefnd LH er þessa dagana að ljúka við samningu á nýjum leiðara fyrir úrslitakeppni í gæðingakeppni. Einnig er stjórn GDLH að semja leiðbeiningar fyrir þuli á stórmótum og félagsmótum.Fræðslunefnd LH er þessa dagana að ljúka við samningu á nýjum leiðara fyrir úrslitakeppni í gæðingakeppni. Einnig er stjórn GDLH að semja leiðbeiningar fyrir þuli á stórmótum og félagsmótum.

Ágúst Hafsteinsson, formaður Gæðingsdómarafélags LH, segir að ómeðvitaðar áherslubreytingar hafi átt sér stað í forkeppni og úrslitakeppni gæðingakeppninnar. Þær hafi þróast hvor frá annarri. Markmiðið sé að skerpa línurnar.

Einnig hafi þótt ástæða til að semja sérstakar leiðbeiningar fyrir þuli á stórmótum. Þær muni einnig gagnast þulum á félagsmótum og öðrum smærri mótum þar sem keppt er eftir lögum og reglum LH. Hvort tveggja ætti að verða aðgengilegt á www.lhhestar.is/gæðingadómarar fyrir vorið.