Landsmótssigurvegarar í röðum stóðhesta

Stóðhestakynningar eru fastur liður á Ístölti þeirra allra sterkustu og brjóta á skemmtilegan hátt upp þá frábæru veislu sem þetta kvöld jafnan er. Stóðhestakynningar eru fastur liður á Ístölti þeirra allra sterkustu og brjóta á skemmtilegan hátt upp þá frábæru veislu sem þetta kvöld jafnan er.


Landsliðsnefnd LH ber hitann og þungan af skipulagningu þessa viðburðar sem er styrktarverkefni fyrir landslið Íslands í hestaíþróttum.

Tvær hæfileikabombur í röðum stóðhesta verða nú kynntar til leiks og munu þessir snillingar mæta í stóðhestakynningu á laugardagskvöldið kemur í Skautahöllinni í Laugardal.

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu stóð efstur í flokki 7v og eldri stóðhesta á Landsmótinu á Hellu árið 2008. Hann er fæddur 2001, er undan heiðursverðlaunahestinum Orra frá Þúfu og hinni farsælu ræktunarhryssu Hildi frá Garðabæ (sex 1.verðlauna afkvæmi). Gaumur er afburða getuhestur með 9,05 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt og vilja og geðslag og 9,0 fyrir brokk og fegurð í reið. Gaumur kemur nú fram í fyrsta skipti í nokkur ár og verður sannarlega gaman að sjá hann á svellinu. Knapi á Gaumi verður Þórdís Erla Gunnarsdóttir.

Frakkur frá Langholti varð annar í flokki 7v og eldri stóðhesta á Landsmótinu á Vindheimamelum síðasta sumar. Hann er fæddur 2004, er undan Vilmundi frá Feti og Spá frá Akureyri. Frakkur er mikill hæfileikahestur með 9,03 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt og vilja og geðslag og 9,0 fyrir brokk, skeið, fegurð í reið og hægt tölt. Svaðalega spennandi! Knapi á Frakki verður Viðja Hrund Hreggviðsdóttir.

Miðasalan er hafin og hægt er að nálgast miða á eftirtöldum stöðum:
  • Lífland
  • Ástund
  • Top Reiter
  • Hestar og menn
  • Baldvin og Þorvaldur Selfossi