Landsmótsnefnd í Fáki í kvöld

Landsmótsnefnd verður með fund í Reiðhöllinni í Víðidal í kvöld kl. 18:00. Þetta mun vera næstsíðasti fundurinn í fundaröð nefndarinnar. Landsmótsnefnd verður með fund í Reiðhöllinni í Víðidal í kvöld kl. 18:00. Þetta mun vera næstsíðasti fundurinn í fundaröð nefndarinnar.
Nefndin hefur síðustu tvær vikur fundað á Hornafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Hvanneyri og Hvolsvelli og er fundurinn í Reykjavík því sá sjötti í fundaröðinni, sem lýkur á Blönduósi þann 13. september næstkomandi með fundi í reiðhöllinni Arnargerði kl. 20:00.

Allir hestamenn eru hvattir til að mæta í kvöld og taka þátt í málefnalegum umræðum um málefni landsmót, koma með fyrirspurnir og tjá skoðanir sínar.

Landsmótsnefnd og stjórnir LH og LM.