Landsmótsnefnd á faraldsfæti

26. ágúst 2011
Fréttir
Á stjórnarfundi í Landssambandi hestamannafélaga þann 12. ágúst síðast liðinn, var ákveðið að landsmótsnefnd sú er stofnuð var haustdögum 2010, færi út í hestamannafélögin í landinu til að kynna skýrslu sína, niðurstöður og umfjöllunarefni og svara fyrirspurnum fundarmanna. Á stjórnarfundi í Landssambandi hestamannafélaga þann 12. ágúst síðast liðinn, var ákveðið að landsmótsnefnd sú er stofnuð var haustdögum 2010, færi út í hestamannafélögin í landinu til að kynna skýrslu sína, niðurstöður og umfjöllunarefni og svara fyrirspurnum fundarmanna. Nefndin, sem fjallaði  um landsmótin í nútíð og framtíð, mun hefja fundaherferðina á Akureyri föstudaginn 2. september n.k.  Daginn eftir yrðu svo fundir á Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði.

Í kjölfarið eru fyrirhugaðir samskonar kynningarfundir á Suðurlandi, í Reykjavík, á Vesturlandi og Norðvesturlandi vikuna eftir. Nánari tímasetningar og dagsetningar verða auglýstar eftir helgi.

Hér má skoða skýrslu nefndarinnar í heild sinni. Stjórn LH hvetur alla hestamenn til að kynna sér innihald skýrslunnar og koma af stað málefnalegum umræðum á fundunum sem næst þeim verða haldnir.

Í nefndinni sitja eftirtaldir einstaklingar:
Sveinbjörn Sveinbjörnsson formaður, skipaður af LH
Birgir Leó Ólafsson, skipaður af LH
Stefán Haraldsson, skipaður af LH
Sigrún Ólafsdóttir, skipuð af BÍ
Kristinn Guðnason, skipaður af BÍ

Auk fulltrúa nefndarinnar mun Haraldur Þórarinsson formaður LH koma á fundina.

Með góðri kveðju,
Stjórn LH.