Landsmóti hestamanna 2008 lokið

30. nóvember 1999
Fréttir
Átjánda Landsmóti hestamanna lauk í dag með magnþrunginni keppni í A-flokki gæðinga. Milli 13 og 14 þúsund manns fylgdust með úrslitastundinni og hylltu hestana og knapa þeirra ákaft í lokin. Átjánda Landsmóti hestamanna lauk í dag með magnþrunginni keppni í A-flokki gæðinga. Milli 13 og 14 þúsund manns fylgdust með úrslitastundinni og hylltu hestana og knapa þeirra ákaft í lokin.

Átjánda Landsmóti hestamanna lauk í dag með magnþrunginni keppni í A-flokki gæðinga. Milli 13 og 14 þúsund manns fylgdust með úrslitastundinni og hylltu hestana og knapa þeirra ákaft í lokin. Hestakostur á Landsmóti hefur að líkindum aldrei verið jafn góður. Mátti sjá vel þjálfaða gæðinga í öllum flokkum. Reiðmennsku hefur fleygt fram og var sérlega ánægjulegt að fylgjast með yngri kynslóðinni ekki síður en eldri og reyndari knöpum, en allir voru hestamennskunni til mikils sóma.

Mótsstjórnin er ánægð með mótshaldið að mestu leyti og þakkar öllum sem að skipulagi þess og framkvæmd kom á einn eða annan hátt fyrir störf sín. Knöpum er þakkað fyrir þátttökuna og þeim óskað til innilega til hamingju sem fóru með verðlaunagripi heim. Áhorfendum er þakkaður áhuginn og stuðningurinn við hestamennskuna í landinu með komu sinni. Er það von stjórnarinnar að allir hafi notið þess tíma sem þeir eyddu á Landsmóti 2008 á Gaddstaðaflötum við Hellu.