Landsmót í 60 ár - ljósmyndasýning

24. ágúst 2010
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga hefur í samvinnu við Reykjavíkurborg komið upp glæsilegri ljósmyndasýningu í Hljómskálagarðinum. Landssamband hestamannafélaga hefur í samvinnu við Reykjavíkurborg komið upp glæsilegri ljósmyndasýningu í Hljómskálagarðinum. Um er að ræða 20 spjöld þar sem stiklað er á því helsta frá upphafi Landsmóts árið 1950 á Þingvöllum til dagsins í dag. Á ljósmyndunum má sjá mörg kunnugleg andlit hestamanna sem og glæsta gæðinga ásamt hinu fjölbreytilega mannlífi sem einkennir mótin.  Texti er bæði á íslensku og ensku.

Höfundar sýningarinnar eru heiðursmennirnir Gísli B. Björnsson og Kári Arnórsson.  Sýningin mun standa fram í lok ágúst.