Landsmót hafið í blíðskaparveðri

30. júní 2008
Fréttir
Landsmót 2008 sem í ár er haldið á Gaddstaðaflötum á Hellu hófst í blíðskaparveðri í morgun. Um og yfir 2000 manns eru nú þegar mættir á mótssvæðið og mikil eftirvænting bæði meðal gesta og keppenda.Landsmót 2008 sem í ár er haldið á Gaddstaðaflötum á Hellu hófst í blíðskaparveðri í morgun. Um og yfir 2000 manns eru nú þegar mættir á mótssvæðið og mikil eftirvænting bæði meðal gesta og keppenda.

Landsmót 2008 sem í ár er haldið á Gaddstaðaflötum á Hellu hófst í blíðskaparveðri í morgun. Um og yfir 2000 manns eru nú þegar mættir á mótssvæðið, tjaldborgir að rísa og mikil eftirvænting bæði meðal gesta og keppenda. Á aðalvelli voru kynbótahryssur 7 vetra og eldri dæmdar, en á keppnisvellinum hófst forkeppni í ungmennaflokki.

Allt stefnir í að mótið að þessu sinni verði hið glæsilegasta í alla staði. Búist er við 12 – 15 þúsund gestum og alls verða yfir 1000 hross sýnd. Búast má við að nýjum stjörnum skjóti upp á gæðingahimininn og að eldri snillingar verji titla sína. Knapar á Landsmóti eru um 500 talsins, sá yngsti er aðeins átta ára og sá elsti á sjötugsaldri.